á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Ja hérna hér!!! Ég verð alltaf jafnhissa. Mér finnst þetta bara ótrúlegt! Það er komið jólaskraut í búðir. Við fórum til Århus á þriðjudaginn í IKEA. Við þurftum líka að upplifa stóra IKEAbúð. Þar var komið jólaskraut í hillurnar! Ég hélt að þetta væri nú bara IKEA en nei. Í gær fór ég og Lene með Viktor og Jens niður í bæ og þar var líka komið jólaskraut!! Er þetta ekki bara allt of snemma??? Ég held að ég velti þessu fyrir mér á hverju einasta ári! Ég man að þegar að jólaskrautið var komið í gluggann í Rammagerðinni að þá voru alveg að koma jól. En það var í nóvember. Nú bíð ég bara eftir að heyra jólalag í útvarpinu og þá held ég að við gætum flutt jólinn. Það er allavega mjög skrítið að vera skoða jólaskraut og trén úti eru í sínum fallegasta búningi. Jamms enn með lauf í öllum regnbogans litum! Að öðru þá er mánuður þar til að Viktor Daði verður 1 árs og núna veltur maður fyrir sér hvað maður eigi að gefa honum í afmælisgjöf. Ég hef þó allavega heilan mánuð til að velta því fyrir mér. Kannski að ég gefi honum jólasveinabúining í afmælisgjög!!! Held samt ekki. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|